Ljóst að kjósendur óska eftir aðildarviðræðum við ESB

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.

„Þetta eru frá­bær tíma­mót í ís­lensku sam­fé­lagi og hér hef­ur orðið gjör­breyt­ing á póli­tíska lands­lag­inu. Það er aug­ljóst að kjós­end­ur eru að óska eft­ir því að farið verði í aðild­ar­viðræður. Svo finnst mér þetta nátt­úr­lega tíma­móta­sig­ur fyr­ir ís­lensk­ar kon­ur, að fjöldi þing­kvenna sé kom­inn yfir 40%.“

Þetta seg­ir Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, sem er nýr þingmaður í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður. Sig­ríður skipaði annað sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kjör­dæm­inu.

Sig­ríði líst vel á nýja starfið en seg­ist um leið meðvituð um það að ekki verður ein­falt að vinna að því upp­bygg­ing­ar­starfi sem framund­an er. Það muni reyna á, ekki bara á rík­is­stjórn­ina, held­ur þurfi þing­menn að starfa sam­an að þessu og fá sem flesta í lið með sér. Mik­il­vægt sé að stuðla að sam­vinnu og sam­stöðu.

Sig­ríður von­ar að ólík sjón­ar­mið Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Evr­ópu­mál­um muni ekki koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi sam­starf rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

„Það kom skýrt fram hjá Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur í gær [laug­ar­dag] að það væri vilji til viðræðna við VG og að svo búnu held ég að ekki sé verið að huga að neinu öðru, enda hafa þau þegar fundað, hún og Stein­grím­ur. Eins og í öll­um samn­ingaviðræðum þarf fólk bara að ræða sam­an. Við höf­um ekki farið á þing­flokks­fund svo maður átt­ar sig ekki á því enn hvernig landið ligg­ur.“

Sjálf seg­ist hún, eins og flest­ir aðrir í Sam­fylk­ing­unni, von­ast eft­ir áfram­hald­andi sam­starfi. „Flokk­arn­ir eru auðvitað með mis­mun­andi stefnu um Evr­ópu­sam­bandið en Vinstri græn­ir eru lýðræðis­leg­ur flokk­ur sem hef­ur lýst því yfir að hann vilji að þjóðin fái að segja sitt í þess­um efn­um. Það gerði hún í þess­um kosn­ing­um. Ég á ekki von á að þetta verði ásteyt­ing­ar­efni og geri ráð fyr­ir að lausn verði fund­in sem báðir flokk­ar geta sætt sig við.“

Sig­ríður bend­ir á að bæði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Borg­ara­hreyf­ing­in hafi lýst yfir vilja til aðild­ar­viðræðna. Auk þess hafi ýms­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins tekið und­ir þær ósk­ir og sagt að niðurstaða lands­fund­ar þeirra hafi valdið þeim von­brigðum. Í ljósi þessa má telja að þing­meiri­hluti sé fyr­ir mál­efn­inu.

Í kosn­inga­bar­átt­unni var ekki rætt um ráðherra­val, en aðspurð bend­ir Sig­ríður á að mik­il ánægja hafi verið með störf fagráðherr­anna, Rögnu Árna­dótt­ur og Gylfa Magnús­son­ar. Hún ger­ir því allt eins ráð fyr­ir að áfram verði óskað eft­ir þeirra liðsinni. Það muni koma í ljós þegar áhersl­ur skýrist í mögu­legu stjórn­ar­sam­starfi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert