Mikil gleði og spenna á kosninganótt

Jónína Rós Guðmundsdóttir.
Jónína Rós Guðmundsdóttir.

„Þetta var mik­il rúss­íbanareið og vita­skuld ánægju­leg þegar upp var staðið,“ seg­ir Jón­ína Rós Guðmunds­dótt­ir, nýr þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún var í þriðja sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og því var ekki ljóst að hún kæm­ist inn á þing. Jón­ína Rós var ým­ist inni á þingi eða úti, eft­ir því sem nýj­ar töl­ur bár­ust, og því var nokk­ur spenna í loft­inu fram eft­ir nóttu.

„Kosn­inga­stjór­inn okk­ar í kjör­dæm­inu hringdi í morg­un og sagði: Jón­ína mín, veistu hvað? Og svo fékk ég að heyra frétt­irn­ar og það var ynd­is­legt,“ seg­ir Jón­ína Rós.

Hún er fram­halds­skóla­kenn­ari við Mennta­skól­ann á Eg­ils­stöðum. Hún seg­ist ætla að beita sér sér­stak­lega í mennta- og sveit­ar­stjórn­ar­mál­um. „Ég er skóla­mann­eskja og tel mig hafa góða þekk­ingu á mál­um er tengj­ast skól­un­um. Ég hef einnig tekið virk­an þátt í sveit­ar­stjórn­ar­mál­um og tel að það sé hægt að færa verk­efni til sveit­ar­stjórna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert