Þjóðin verður að ráða

00:00
00:00

Ögmund­ur Jónas­son heil­brigðisráðherra seg­ir að þjóðin verði sjálf að skera úr um hvaða leið verði fyr­ir val­inu í Evr­ópu­mál­um.  Það sé rík­ur vilji fyr­ir því inn­an beggja stjórn­ar­flokka að halda stjórn­ar­sam­starf­inu áfram og menn þurfi að kom­ast að niður­stöðu án þess að öðrum flokkn­um sé stillt upp við vegg.

Ögmund­ur seg­ir að eng­um dylj­ist að flokk­arn­ir séu á önd­verðum meiði í Evr­ópu­mál­um. Sam­fylk­ing­in telji aðild mik­il­væga til að reisa landið við en VG og hann sjálf­ur telji að það hafi aldrei verið vit­laus­ara en nú að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Hann seg­ist vilja ganga mjög langt til að nálg­ast þjóðina í þess­um efn­um.

Það sé ein­fald­lega tækni­legt út­færslu­atriði hvernig að slíkri at­kvæðagreiðslu verði staðið og verið sé að ræða það í rík­is­stjórn­inni núna hvort að greiða eigi at­kvæði fyr­ir viðræður eða bara eft­ir að þeim er lokið. Hann hafi sjálf­ur ekki úti­lokað neitt í þeim efn­um. Eng­inn hafi rétt til þess að meina þjóðinni um þann sjálf­sagða rétt að taka ákvörðun í þessu sem og önn­ur brýn hags­muna­mál. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði að leiöa þetta lykta án þess að reyna að stilla öðrum hvor­um flokkn­um upp við vegg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert