Umboð til stjórnarmyndunar

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag fékk Jóhanna Sigurðardóttir, formaður flokksins, fullt umboð til að freista þess að mynda nýja ríkisstjórn með Vinstrihreyfingunni-grænu framboði. Jóhanna gerir forseta Íslands grein fyrir stöðunni nú síðdegis.

Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna hittast klukkan fimm í Norræna húsinu til að ræða áframhaldandi samstarf.

Jóhanna sagðist eftir fundinn vera bjartsýn á að niðurstaða náist í Evrópusambandsmálum í viðræðum við VG. Hún sagðist einnig vonast til, að hægt verði að kalla þing saman eftir 2-3 vikur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka