Vaxtaupplýsingar frá „fólki í utanríkisþjónustunni“

Sigmundur Davíð á kosningavöku Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð á kosningavöku Framsóknarflokksins. mbl.is/Kristinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa upplýsingar um vaxtagreiðslur íslenska ríkisins vegna Icesave-skuldbindinganna svokölluðu, eftir „fólki sem ég þekki í utanríkisþjónustunni,“ en vill ekki gefa það nánar upp. Hann sagði í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar að útlit væri fyrir að vaxtagreiðslur, sem íslenska ríkið þyrfti að greiða vegna Icesave-lánanna, yrðu 50 milljarðar á ári.

„Ég miða við að farið sé fram á 6,7% vexti sem mér skilst að sé raunin. Enda kemur það kannski ekki á óvart því mér skilst að á þeim nótum hafi verið samið við Hollendinga á sínum tíma,“ segir Sigmundur. Hann segir upplýsingarnar ekki koma af fundi utanríkismálanefndar, sem haldinn var á föstudaginn. „Nei, ég var búinn að heyra af þessu áður.“

Undrast ummælin

„Ég undrast þessi ummæli Sigmundar [...] Ég veit ekki betur en að hann viti að það gæti stefnt í niðurstöðu sem yrði mun hagfelldari en þetta. Þannig að ég undrast þessi ummæli hans mjög.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert