Áframhaldandi viðræður

Formenn og varaformenn flokkanna tveggja héldu áfram formlegum viðræðum nú …
Formenn og varaformenn flokkanna tveggja héldu áfram formlegum viðræðum nú síðdegis. mbl.is/Heiðar

For­menn og vara­for­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna funduðu seinni part­inn í dag í Alþing­is­hús­inu, og ræddu áfram um mál sem flokk­arn­ir reyna nú að kom­ast að niður­stöðu um með sam­starf í rík­is­stjórn í huga. Fund­in­um lauk skömmu fyr­ir hálf sjö. Áfram­hald­andi viðræður eru boðaðar.

Eng­ar niður­stöður liggja fyr­ir en flokk­arn­ir leggja sér­staka áherslu að ná sam­an í Evr­ópu­sam­bands­mál­um en þar er ágrein­ing­ur­inn mest­ur. VG er á móti aðild að sam­band­inu en Sam­fylk­ing­in legg­ur mikla áherslu að sótt verði um aðild. Þá er einnig lögð áhersla á að móta skýra stefnu í rík­is­fjár­mál­um og efna­hags- og at­vinnu­mál­um. End­ur­skipu­lagn­ing stjórn­ar­ráðsins er síðan einnig óleyst verk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert