Ekkert liggur á stjórnarsáttmála

00:00
00:00

Rík­is­stjórn­in kom sam­an til fund­ar í morg­un. Fjár­málaráðherra reikn­ar ekki með því að þetta verði síðasti fund­ur­inn í óbreyttri rík­is­stjórn því for­ystu­menn stjórn­ar­flokk­ana ætla að taka sér góðan tíma í stjórn­ar­mynd­un. Í dag hitt­ast starfs­hóp­ar eft­ir há­degið en for­menn­irn­ir hitt­ast klukk­an fimm. Það er þó óvíst að ,,nor­ræna vel­ferðar­stjórn­in,” hitt­ist í Nor­ræna hús­inu því þar er allt full­bókað.

Stein­grím­ur seg­ir rík­is­stjórn­ina hafa traust­an þing­meiri­hluta og því liggi ekki á að klára stjórn­arsátt­mál­ann. Það sé mik­ill mis­skiln­ing­ur að það eina sem hlut­irn­ir snú­ist um þessa dag­ana sé ESB. Mörg stór og erfið verk­efni bíði rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

For­sæt­is­ráðherra hef­ur þó sagt að Evr­ópu­mál­in verði sett á odd­inn í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum en þau séu  það eina sem ósam­komu­lag er um. Stein­grím­ur neit­ar því ekki að þetta mál sé fremst í röðinni en fleiri starfs­hóp­ar verði skipaðir í kvöld um fjár­mál. efna­hags­mál, at­vinnu og auðlind­ar­mál.

Hann seg­ir ekki ákveðið hvort stokkað verði upp í rík­is­stjórn­inni en oft­ast sé farið yfir verka­skipt­ing­una í lok­in. Þrír ráðherr­ar sitja ekki á þingi, utanþings­ráðherr­arn­ir Ragna Árna­dótt­ir og Gylfi Magnús­son og Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir sem féll út af þingi. Gylfi Magnús­son úti­lokaði ekki að sitja áfram ef til hans yrði leitað en sagðist ekki gráta það þótt hann þyrfti að snúa aft­ur í pró­fess­ors­stöðu í Há­skól­an­um.

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir væri mjög til í að gegna embætti um­hverf­is­ráðherra áfram. Hún úti­lok­ar ekki að hún hafi klúðrað sín­um póli­tíska ferli vegna um­mæla sinna um olíu­leit á Dreka­svæðinu. Hún hafi staðið föst á sinni sann­fær­ingu um að horfa ætti til heild­ar­hags­muna þegar tekn­ar væru ákv­arðanir um auðlinda­nýt­ingu. Hug­mynd­ir um sjálf­bæra þróun ættu að vera leiðarljós og því ætti að stefna að því að draga úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert