Árni Johnsen segir skipulega unnið gegn sér

Árni Johnsen
Árni Johnsen

 Árni Johnsen, sem var strikaður út af 17% kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, seg­ir í viðtali við Frétt­ir í Vest­manna­eyj­um, von­laust þegar sam­herj­ar hans í kjör­dæm­inu séu að skipu­leggja út­strik­an­ir sér til höfuðs.  Hann vill breyta út­strik­un­ar­regl­um og seg­ir sjálf­stæðis­menn í Árborg hafa unnið óheiðarlega.

Í Frétt­um, sem koma út í kvöld, kem­ur fram að aðrar alþing­is­kosn­ing­arn­ar í röð strika flest­ir yfir nafn Árna í Suður­kjör­dæmi, nú um 17% kjós­enda en árið 2007 strikuðu 22% yfir nafn hans.

Árni seg­ir þetta fyrst og fremst inn­an­flokks­vanda­mál. „Það er auðvitað al­veg skelfi­legt þegar sam­herj­ar manns setja af stað heilt batte­rí til að strika mig út. Útstrik­an­ir eru eðli­leg­ur hluti kosn­inga út frá for­send­um ein­stak­linga en ég veit að það var sett af stað batte­rí á Árborg­ar­svæðinu mér til höfuðs, bæði af ungliðum og eldri flokks­mönn­um. Þau hringdu út, sögðu fólki að kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn en strika mig út. Ef þau ætluðu ekki að kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn, áttu þau samt að strika mig út. Þarna var verið að blekkja kjós­end­ur til að ógilda at­kvæði sitt sem er grafal­var­leg­ur hlut­ur. Verst þykir mér þegar fram­bjóðend­end­ur á list­an­um á Árborg­arsvæðinu taka þátt í þessu," sagði Árni.

Sjá nán­ar á frétta­vefn­um Suður­landið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert