Guðlaugur Þór niður um sæti

Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. …
Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Guðlaugur Þór færist niður um eitt sæti vegna útstrikana. mbl.is/Kristinn

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, færist niður um eitt sæti vegna fjölda útstrikana og breytinga. Hann fékk 1.933 útstrikanir. Yfirkjörstjórn hefur farið yfir þær breytingar sem kjósendur kjördæmisins gerðu á kjörseðlum. Kolbrún Halldórsdóttir, VG fékk 1990 útstrikanir og breytingar og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu fékk 1.284.

Útstrikanir og/eða breytingar á röð í RS:

  • Kolbrún Halldórsdóttir: Vinstri grænir 3. sæti - 1.990 (24,55%)
  • Guðlaugur Þór Þórðarson: Sjálfstæðisflokkur 1. sæti - 1.933 (23,55%)
  • Össur Skarphéðinsson: Samfylking 1. sæti - 1.284 (11,00%)
  • Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir: Samfylking 4. sæti - 493 (4,22%)
  • Birgir Ármannsson: Sjálfstæðisflokkur 3. sæti - 407 (4,95%)
  • Anna Pála Sverrisdóttir: Samfylking 5. sæti - 182 (1,56%)
  • Ólöf Nordal: Sjálfstæðisflokkur 2. sæti - 167 (2,03%)
  • Margrét Sverrisdóttir: Samfylking 8. sæti - 144 (1,23%)
  • Dofri Hermannsson: Samfylking 6. sæti - 140 (1,20%)
  • Skúli Helgason: Samfylking 3. sæti - 117 (1,00%)
  • Erla Ósk Ásgeirsdóttir: Sjálfstæðisflokkur 4. sæti - 112 (1,36%)
  • Sigríður Ásthildur Andersen: Sjálfstæðisflokkur 5. sæti - 100 (1,21%)

Aðrir fengu færri en 100 útstrikanir eða breytingar við nöfn sín á kjörseðlinum.

Hjá Framsóknarflokki fékk Vigdís Hauksdóttir 42 breytingar, Einar Skúlason 10 og Guðrún H. Valdimarsdóttir aðeins 2.

Hjá Borgarahreyfingu strikuðu 54 yfir nafn Birgittu Jónsdóttur eða færðu hana neðar á lista, Baldvin Jónsson fékk 13 breytingar við sitt nafn og Sigurlaug Ragnarsdóttir 7.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert