Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, færist niður um eitt sæti vegna fjölda útstrikana og breytinga. Hann fékk 1.933 útstrikanir. Yfirkjörstjórn hefur farið yfir þær breytingar sem kjósendur kjördæmisins gerðu á kjörseðlum. Kolbrún Halldórsdóttir, VG fékk 1990 útstrikanir og breytingar og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu fékk 1.284.
Útstrikanir og/eða breytingar á röð í RS:
Aðrir fengu færri en 100 útstrikanir eða breytingar við nöfn sín á kjörseðlinum.
Hjá Framsóknarflokki fékk Vigdís Hauksdóttir 42 breytingar, Einar Skúlason 10 og Guðrún H. Valdimarsdóttir aðeins 2.
Hjá Borgarahreyfingu strikuðu 54 yfir nafn Birgittu Jónsdóttur eða færðu hana neðar á lista, Baldvin Jónsson fékk 13 breytingar við sitt nafn og Sigurlaug Ragnarsdóttir 7.