Guðlaugur Þór niður um sæti

Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. …
Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Guðlaugur Þór færist niður um eitt sæti vegna útstrikana. mbl.is/Kristinn

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, fær­ist niður um eitt sæti vegna fjölda út­strik­ana og breyt­inga. Hann fékk 1.933 út­strik­an­ir. Yfir­kjör­stjórn hef­ur farið yfir þær breyt­ing­ar sem kjós­end­ur kjör­dæm­is­ins gerðu á kjör­seðlum. Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, VG fékk 1990 út­strik­an­ir og breyt­ing­ar og Össur Skarp­héðins­son, Sam­fylk­ingu fékk 1.284.

Útstrik­an­ir og/​eða breyt­ing­ar á röð í RS:

  • Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir: Vinstri græn­ir 3. sæti - 1.990 (24,55%)
  • Guðlaug­ur Þór Þórðar­son: Sjálf­stæðis­flokk­ur 1. sæti - 1.933 (23,55%)
  • Össur Skarp­héðins­son: Sam­fylk­ing 1. sæti - 1.284 (11,00%)
  • Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir: Sam­fylk­ing 4. sæti - 493 (4,22%)
  • Birg­ir Ármanns­son: Sjálf­stæðis­flokk­ur 3. sæti - 407 (4,95%)
  • Anna Pála Sverr­is­dótt­ir: Sam­fylk­ing 5. sæti - 182 (1,56%)
  • Ólöf Nor­dal: Sjálf­stæðis­flokk­ur 2. sæti - 167 (2,03%)
  • Mar­grét Sverr­is­dótt­ir: Sam­fylk­ing 8. sæti - 144 (1,23%)
  • Dof­ri Her­manns­son: Sam­fylk­ing 6. sæti - 140 (1,20%)
  • Skúli Helga­son: Sam­fylk­ing 3. sæti - 117 (1,00%)
  • Erla Ósk Ásgeirs­dótt­ir: Sjálf­stæðis­flokk­ur 4. sæti - 112 (1,36%)
  • Sig­ríður Ásthild­ur And­er­sen: Sjálf­stæðis­flokk­ur 5. sæti - 100 (1,21%)

Aðrir fengu færri en 100 út­strik­an­ir eða breyt­ing­ar við nöfn sín á kjör­seðlin­um.

Hjá Fram­sókn­ar­flokki fékk Vig­dís Hauks­dótt­ir 42 breyt­ing­ar, Ein­ar Skúla­son 10 og Guðrún H. Valdi­mars­dótt­ir aðeins 2.

Hjá Borg­ara­hreyf­ingu strikuðu 54 yfir nafn Birgittu Jóns­dótt­ur eða færðu hana neðar á lista, Bald­vin Jóns­son fékk 13 breyt­ing­ar við sitt nafn og Sig­ur­laug Ragn­ars­dótt­ir 7.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert