Össur var næstur falli

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mbl.is/RAX

Fjöldi kjós­enda sem strikaði yfir nafn Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar, ut­an­rík­is- og iðnaðarráðherra og odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, var slík­ur að fáa tugi út­strik­ana vantaði upp á að hann færðist niður um eitt sæti. Össur var nær því að fær­ast til á fram­boðslist­an­um vegna út­strik­ana en Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, sem skipaði fjórða sæti Sam­fylk­ing­ar í Reykja­vík norður.

Alls strikuðu 1.284 kjós­end­ur Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður yfir nafn eða breyttu röð odd­vit­ans, Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar eða rétt um 11% þeirra sem kusu list­ann.

Sam­fylk­ing­in í Reykja­vík suður fékk fjóra þing­menn kjörna. Sam­kvæmt reikni­regl­um hefðu a.m.k. 11,1% kjós­enda list­ans í kjör­dæm­inu þurft að strika yfir nafn odd­vit­ans til að hann færðist niður um sæti. Þá er ekki tekið til­lit til breyt­inga eða út­strik­ana hjá öðrum fram­bjóðend­um.

Á það ber þó að líta að sú sem skipaði annað sæti list­ans í kjör­dæm­inu, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, fékk aðeins 53 út­strik­an­ir eða breyt­ing­ar og því hefðu þær ekki vegið þungt í þessu sam­bandi.

Fjöldi þing­manna og sætaröð ræður

Áhrif út­strik­ana og breyt­inga á röð fram­bjóðenda ráðast ann­ars veg­ar af fjölda þing­manna sem flokk­ur fær kjör­inn í hverju kjör­dæmi og hins veg­ar af því í hvaða sæti sá fram­bjóðandi er, sem breyt­ing­ar bein­ast að.

Eigi út­strik­an­ir að hafa áhrif á odd­vita lista sem ein­ung­is fær einn mann kjör­inn þarf hlut­fall út­strik­ana að vera 25% hið minnsta. Ef flokk­ur fær hins veg­ar 3 menn kjörna þarf hlut­fall út­strik­ana hjá odd­vita aðeins að vera 14,3%.

Þriðjung­ur hefði þurft að strika yfir nafn Kol­brún­ar

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra skipaði þriðja sætið á lista VG í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður. 1.990 kjós­end­ur VG strikuðu yfir nafn henn­ar eða breyttu röð. Þetta læt­ur nærri að vera 24,5% en engu að síður held­ur Kol­brún þriðja sæt­inu.

Það skýrist af því að VG fékk tvo menn kjörna í Reykja­vík suður og því  hefðu út­strik­an­ir Kol­brún­ar þurft að vera 33% að minnsta kosti til að hafa áhrif á sætaröð og er þá ekki tekið til­lit til breyt­inga eða út­strik­ana annarra fram­bjóðenda á lista VG.

Stein­unn fjarri því að fær­ast niður

Sama er að segja um Stein­unni Val­dísi Óskars­dótt­ur, sem skipaði fjórða sætið á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður. 1.443 kjós­end­ur strikuðu yfir nafn henn­ar eða breyttu röð eða rúm­lega 12% þeirra sem kusu Sam­fylk­ing­una í kjör­dæm­inu.

Sam­fylk­ing­in fékk 4 menn kjörna í Reykja­vík norður og þar sem Stein­unn Val­dís skipaði fjórða sæti list­ans hefðu 17% kjós­enda eða þar um bil, þurft að strika hana út. Líkt og áður er ekki  tekið til­lit til breyt­inga eða út­strik­ana annarra fram­bjóðenda á lista Sam­fylk­ing­ar en bæði Helgi Hjörv­ar, sem skipaði þriðja sætið og Mörður Árna­son, sem skipaði fimmta sætið, fengu um­tals­vert marg­ar út­strik­an­ir, sem vega upp á móti út­strik­un­um Stein­unn­ar Val­dís­ar.

25% hefðu þurft að strika Þráin út

Líkt og fram kom á mbl.is í gær, strikuðu 300 kjós­end­ur Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík norður, yfir nafn odd­vit­ans, Þrá­ins Bertels­son­ar. Þar sem flokk­ur­inn fékk aðeins einn mann kjör­inn í kjör­dæm­inu, skiptu þær út­strik­an­ir litlu. 25% kjós­enda Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar í kjör­dæm­inu eða ríf­lega þre­falt fleiri, hefðu þurft að strika yfir nafn Þrá­ins, svo það hefði hugs­an­lega breytt sæta­skip­an.

mbl.is/Ó​mar
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir. frikki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert