Viðræður halda áfram

Viðræður VG og Sam­fylk­ing­ar um áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf halda áfram í dag. Formaður VG seg­ir eðli­leg­an gang í viðræðunum og enga tíma­pressu. "Að minnsta kosti ann­ar starfs­hóp­ur­inn, stjórn­ar­skrár­hóp­ur­inn, var að funda í morg­un eða er að funda núna og við erum að fara yfir stöðuna, stjórn hvors flokks fyr­ir sig. Síðan ákveðum við funda­höld í eft­ir­miðdag­inn í fram­haldi af því,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG.

„Ég er al­veg slak­ur í þessu. Það sem ger­ir þetta þægi­legt er það að rík­is­stjórn­in sit­ur og starfar og vinn­ur sín verk. Þess vegna er eng­inn pressa á þessu. Það eru þægi­legri aðstæður en maður hef­ur oft áður kynnst í svona viðræðum. Það þarf líka að vinna hin dag­legu verk og því er ei­lítið ann­ar takt­ur í viðræðunum en oft áður,“ sagði formaður VG.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert