Viðræður halda áfram

Viðræður VG og Samfylkingar um áframhaldandi stjórnarsamstarf halda áfram í dag. Formaður VG segir eðlilegan gang í viðræðunum og enga tímapressu. "Að minnsta kosti annar starfshópurinn, stjórnarskrárhópurinn, var að funda í morgun eða er að funda núna og við erum að fara yfir stöðuna, stjórn hvors flokks fyrir sig. Síðan ákveðum við fundahöld í eftirmiðdaginn í framhaldi af því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.

„Ég er alveg slakur í þessu. Það sem gerir þetta þægilegt er það að ríkisstjórnin situr og starfar og vinnur sín verk. Þess vegna er enginn pressa á þessu. Það eru þægilegri aðstæður en maður hefur oft áður kynnst í svona viðræðum. Það þarf líka að vinna hin daglegu verk og því er eilítið annar taktur í viðræðunum en oft áður,“ sagði formaður VG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka