Sjálfstæðisflokkurinn var 32 atkvæðum frá því að eiga ekki öruggt sæti í öllum nefndum Alþingis. Hefði flokkurinn fengið 15 þingmenn hefði ekki verið öruggt að flokkurinn fengi mann í þriggja manna nefndum, ekki tvo menn í sjö manna nefndum og ekki þrjá í ellefu manna nefndum, eins og fjárlaganefnd.
Jón Gunnarsson komst inn á þing í síðustu tölum og því vænkast hagur flokksins í nefndum Alþingis. Flokkurinn er því öruggur með einn fulltrúa í þriggja manna nefndum, tvo í sjö manna og þrjá í 11 manna nefndum.