Málefni og traust skiptu mestu

Fólk mætir á kjörstað í alþingiskosningunum um síðustu helgi.
Fólk mætir á kjörstað í alþingiskosningunum um síðustu helgi.

Flestir kjósendur segjast byggja val sitt á stjórnmálaflokki á málefnum en einnig skiptir miklu máli traust eða trúverðugleiki stjórnmálaflokkanna. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup.

Um 48% kjósenda sögðust byggja val sitt á málefnum en ríflega 40% sögðu hins vegar að traust eða trúverðugleiki stjórnmálaflokka réði mestu um val þeirra á flokki.  Rúm 9% sögðu forystumenn skipta mestu við val þeirra á flokki.

Að sögn Capacent Gallup kom fram í könnuninni, að  málefni skipta karla meira máli en konur. Traust og trúverðugleiki skiptir konur hins vegar meira máli en karla. Þá skipta forystumenn elsta aldurshópinn meira máli en þá sem yngri eru.

Málefni skipta háskólamenntaða meira máli en þá sem eru minna menntaðir. Hlutfall þeirra  sem segja traust og trúverðugleika skipta þá mestu máli við val á flokki er hæst á meðal kjósenda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs en hlutfall þeirra sem segja að málefni skipti þá mestu máli er hæst á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert