Margir íhuga greiðsluverkfall

mbl.is/Kristinn

„Mjög marg­ir eru í sam­bandi við okk­ur og hafa lýst yfir áhuga á því að fara í ein­hvers kon­ar greiðslu­verk­fall. Og sá hóp­ur stækk­ar óðum,“ seg­ir Þórður B. Sig­urðsson, formaður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

Sam­tök­in ásamt Hús­eig­enda­fé­lag­inu hafa lýst yfir ein­dregn­um stuðningi við til­lögu tals­manns neyt­enda um neyðarlög í þágu neyt­enda um eign­ar­nám fast­eigna­veðlána og niður­færslu þeirra sam­kvæmt mati lög­bund­ins gerðardóms. Að baki stuðnings­yf­ir­lýs­ing­unni eru ell­efu þúsund fé­lags­menn sam­tak­anna tvennra. Þórður seg­ir að stjórn­völd verði að bregðast skjótt við, þol­in­mæði lán­tak­enda sé á þrot­um.

Gísli Tryggva­son, talsmaður neyt­enda, hef­ur kynnt ráðherr­um til­lögu sína en ekki fengið viðbrögð. Gísli seg­ir að mikið liggi við. Rík­is­stjórn­in hafi aðeins fá­ein­ar vik­ur – jafn­vel aðeins fáa daga – til að grípa til aðgerða. Hann seg­ist ekki hvetja fólk til að hætta að borga af lán­um sín­um en viti að fjöl­marg­ir íhugi það. Ekki síst um þess­ar mund­ir þegar fryst­ing lána renn­ur út.

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir fé­lags­málaráðherra seg­ir rík­is­stjórn­ina meðvitaða um vanda heim­il­anna og hversu brýnt sé að bregðast við hon­um sem fyrst. „Hér vinn­um við öll­um stund­um að þess­um brýnu mál­um. Það þarf eng­inn að ef­ast um það. Við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að vinna þarf hratt og ör­ugg­lega að öll­um þess­um mál­um sem framund­an eru.“

Ráðherr­ann hef­ur hins veg­ar ekki talið rétt að fara leið fram­sókn­ar­manna, þ.e. að færa skuld­ir niður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka