Ný ríkisstjórn um næstu helgi

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, formenn vinstriflokkanna, funduðu í …
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, formenn vinstriflokkanna, funduðu í dag um stjórnarmyndun. Ómar Óskarsson

Leiðtogar stjórnarflokkanna funduðu í tæplega tvo klukkutíma í dag, ásamt varaformönnum flokkanna. Fundurinn var haldinn í stjórnarráðinu og var þar farið yfir sviðið vítt og breitt auk þess sem farið var yfir starf nokkurra starfshópa um afmörkuð málefni. Aðstoðarmenn Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur voru þar einnig.

Staðfest hefur verið að nú sé miðað við að lokið verði við að mynda nýja ríkisstjórn um næstu helgi. Ekki liggur fyrir hvernig hún verður skipuð eða hvort faglegir ráðherrar utan þings verða þar áfram við störf.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í aðspurður í samtali við blaðamann mbl.is í dag að óvíst væri hvort hann sæti áfram í ríkisstjórn. Engu hefði verið lofað um það og jafnframt hefði ekki verið lokað á það heldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka