Kjörbréf þingmanna gefin út

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna í sjónvarpssal á kjördag.
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna í sjónvarpssal á kjördag. mbl.is/Kristinn

Kjörbréf Alþingismanna á þessu kjörtímabili voru gefin út í dag. Landskjörstjórn kom saman í dag og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda, en hún byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir kosningarnar.

Í tilkynningu frá landskjörstjórn segir að hún hafi boðið umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka, sem buðu fram í kosningunum, að koma til úthlutunarfundar landskjörstjórnar í dag mánudag. Með þessu hefur landskjörstjórnin lokið störfum sínum vegna þessara kosninga. Hún tekur hins vegar fram að Alþingi sjálft sker úr um það hvort þingmenn séu löglega kosnir, samkvæmt 46. grein stjórnarskrárinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert