Varar við örþrifaráðum

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir mikinn ábyrgðarhlut að hvetja til örþrifaráða eins og greiðsluverkfalls.  Slíkt geti haft mjög alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir skulduga einstaklinga og fjölskyldur og eins fyrir þjóðarbúið í heild. Þjóðin glími við sameiginlegan vanda og það kalli á sameiginlegar lausnir.  Þetta þýði þó ekki að stjórnvöld hafi ekki skilning á vanda einstaklinganna.

Steingrímur segir að fjölmiðlar verði að kynna betur þau úrræði sem séu í boði, sum séu að koma til framkvæmda núna. Þá þurfi að efla ráðgjöf til fólks.  

Steingrímur segir að þótt það væri æskilegt að grípa til almennari aðgerða hafi stjórnvöld afar takmarkað svigrúm. Þess vegna hafi þau beint aðstoðinni að þeim verst settu, til að mynda í gegnum vaxtabótakerfið.  Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um niðurfærslu skulda sem sé ekki nægilega hnitmiðuð aðgerð og kosti mörg hundruð milljarða. Slíkt myndi fara með stofnanir eins og Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka