Málefnahópur VG vill lækka höfuðstól lána

Húsnæðislán eru mörgum þungur baggi um þessar mundir.
Húsnæðislán eru mörgum þungur baggi um þessar mundir.

Mál­efna­hóp­ur Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs um efna­hags­mál, sem starfað hef­ur frá lands­fundi flokks­ins, legg­ur til að leiðrétt­ur verði vaxta og verðbótaþátt­ur hús­næðisveðlána og að geng­is­tryggð lán verði um­reiknuð yfir í ís­lensk­ar krón­ur. Mál­efna­hóp­ur­inn vís­ar til þess að það hafi verið og sé enn yf­ir­lýst­ur vilji lands­fund­ar VG að leita leiða til að lækka höfuðstól lána.

Á lands­fundi Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs í mars var mikið rætt um skuld­vanda heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu og ýms­ar hug­mynd­ir viðraðar hon­um til lausn­ar. Á fund­in­um náðist þó ekki að full­móta til­lög­ur þar að lút­andi. Sam­komu­lag varð um að mál­efna­hóp­ur um efna­hags­mál héldi áfram störf­um og hef­ur hann nú skilað af sér til­lögu ásamt rök­stuðningi til for­ystu VG.

Mark­mið til­lögu mál­efna­hóps­ins er einkum að leiðrétta með al­menn­um aðgerðum stöðu þeirra sem verst hafa orðið úti í fast­eignaviðskipt­um á und­an­förn­um árum. Í til­lög­unni seg­ir að hreyf­ing­in muni beita sér fyr­ir slík­um aðgerðum með víðtæku sam­ráði allra þeirra sem hlut eiga að lána­mál­um heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu.

Lán­veit­ing­ar bank­anna til fast­eigna­kaupa með allt að 100% veðhlut­falli og nán­ast óheftu aðgengi að láns­fé, hafi leitt til óraun­hæfr­ar hækk­un­ar fast­eigna­verðs, sem mætt var með sí­hækk­andi lán­um. Fall bank­anna og efna­hags­hrunið sam­fara því hafi síðan aft­ur or­sakað verðfall fast­eigna, þannig að raun­v­irði þeirra sé í mikl­um fjölda til­fella orðið mun lægra en áhvílandi skuld­ir.

Mál­efna­hóp­ur­inn legg­ur til að VG muni því beita sér fyr­ir því að þau lán sem hærri eru en sem nem­ur raun­v­irði eigna, verði færð niður sem því nem­ur. Þá verði leiðrétt­ur vaxta og verðbótaþátt­ur hús­næðisveðlána og geng­is­tryggð lán verði um­reiknuð yfir í krón­ur.

Í niður­lagi stefnu­yf­ir­lýs­ing­ar mál­efna­hóps VG um efna­hags­mál seg­ir; „Vinstri hreyf­ing­in grænt fram­boð ger­ir sér fulla grein fyr­ir að fram­reikn­ing­ur um­ræddra  lána eft­ir efna­hags­hrunið er óraun­hæf­ur og þarfn­ast leiðrétt­ing­ar. Það er staðfast­ur vilji og stefna hreyf­ing­ar­inn­ar að vinna þar að far­sælli lausn.“

Til­lag­an hef­ur verið send for­ystu VG og hyggst hóp­ur­inn kynna efni til­lög­unn­ar frek­ar á blaðamanna­fundi síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert