Aðildarumsókn fari í júlí

Formenn VG og Samfylkingar kynna sáttmála um nýja stjórn.
Formenn VG og Samfylkingar kynna sáttmála um nýja stjórn. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi nú síðdegis að stefnt sé að því að umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði send ekki síðar en í júlí.  

„Við leggjum áherslu á að aðildarumsókn fari í júlímánuði, ekki síðar. Það getur vel verið að alþingi muni starfa með einhverju smá hléi þar til að niðurstaða fæst í nefnd, sem fær þetta mál til umsagnar. Hvort það verður sérstök Evrópunefnd eða hvort það verður utanríkismálanefnd. Það eigum við eftir að ná samstöðu um, m.a. með stjórnandstöðunni,“ sagði Jóhanna.

Ólík afstaða formannanna

„Það er mikilvægt að við fáum lyktir í þetta mál á þessu þingi. Þetta mál verður stóra málið á þinginu ásamt því sem fjármálaráðherra nefndi, sem ég tek heilshugar undir sem hann sagði í því máli, að við þurfum að leggja fram - væntanlega - bandorm að því er varðar fyrstu aðgerðir í ríkisfjármálunum, sem verður þá eitt af stóru málunum á þessu þingi,“ sagði Jóhanna.

„Ég held að við ættum ekki að líta svo á þetta sér stærsta verkefni íslenskra stjórnmála í augnablikinu. Stóra verkefnið er hér heima. Það er okkar samfélag, okkar atvinnulíf, okkar fjölskyldur og aðalglíma næstu missera verður þar. Hún verður hér heima á Íslandi. Ég held að við ættum ekki að láta þetta mál trufla okkur of mikið í þeim bráðnauðsynlegu og mikilvægu aðgerðum sem við þurfum að standa í hér,“ sagði Steingrímur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert