Ásta verður forseti Alþingis

Formenn VG og Samfylkingar kynna sáttmála um nýja stjórn.
Formenn VG og Samfylkingar kynna sáttmála um nýja stjórn. mbl.is/Árni Sæberg

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son kynntu nú síðdeg­is ráðherralista flokka sinna. Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir mun hverfa úr embætti fé­lags- og trygg­ing­ar­ráðherra og verða for­seti Alþing­is. Árni Páll Árna­son tek­ur við ráðherra­embætti af Ástu en fjór­ir nýir ráðherr­ar verða í stjórn­inni.

Af hálfu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar verður Jó­hanna Sig­urðardótt­ir verður for­sæt­is­ráðherra, Össur Skarp­héðins­son verður ut­an­rík­is­ráðherra, Katrín Júlí­us­dótt­ir verður iðnaðarráðherra, Árni Páll verður fé­lags­málaráðherra og Kristján L. Möller verður sam­gönguráðherra.

Af hálfu Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs verður Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra, Katrín Jak­obs­dótt­ir verður mennta­málaráðherra, Ögmund­ur Jón­as­dótt­ir verður heil­brigðisráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir verður um­hverf­is­ráðherra og Jón Bjarna­son verður land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

Þá munu Gylfi Magnús­son og Ragna Árna­dótt­ir sitja áfram í rík­is­stjórn­inni. Gylfi verður efna­hags­málaráðherra og Ragna dóms­málaráðherra. 

Þau Árni Páll, Katrín Júlí­us­dótt­ir, Svandís og Jón Bjarna­son hafa ekki gegnt ráðherra­embætti áður. 

Bæði Jó­hanna og Stein­grím­ur bentu á að vænt­an­lega verði breyt­ing­ar á ráðherra­skip­un með breyt­ing­um á skip­an ráðuneyta. Stefnt væri að því að jafna kynja­skipt­ingu í rík­is­stjórn­inni.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fráfarandi félags- og tryggingamálaráðherra og verðandi forseti …
Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir frá­far­andi fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra og verðandi for­seti Alþing­is.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert