Ásta verður forseti Alþingis

Formenn VG og Samfylkingar kynna sáttmála um nýja stjórn.
Formenn VG og Samfylkingar kynna sáttmála um nýja stjórn. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon kynntu nú síðdegis ráðherralista flokka sinna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mun hverfa úr embætti félags- og tryggingarráðherra og verða forseti Alþingis. Árni Páll Árnason tekur við ráðherraembætti af Ástu en fjórir nýir ráðherrar verða í stjórninni.

Af hálfu Samfylkingarinnar verður Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson verður utanríkisráðherra, Katrín Júlíusdóttir verður iðnaðarráðherra, Árni Páll verður félagsmálaráðherra og Kristján L. Möller verður samgönguráðherra.

Af hálfu Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs verður Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir verður menntamálaráðherra, Ögmundur Jónasdóttir verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir verður umhverfisráðherra og Jón Bjarnason verður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Þá munu Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir sitja áfram í ríkisstjórninni. Gylfi verður efnahagsmálaráðherra og Ragna dómsmálaráðherra. 

Þau Árni Páll, Katrín Júlíusdóttir, Svandís og Jón Bjarnason hafa ekki gegnt ráðherraembætti áður. 

Bæði Jóhanna og Steingrímur bentu á að væntanlega verði breytingar á ráðherraskipun með breytingum á skipan ráðuneyta. Stefnt væri að því að jafna kynjaskiptingu í ríkisstjórninni.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fráfarandi félags- og tryggingamálaráðherra og verðandi forseti …
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fráfarandi félags- og tryggingamálaráðherra og verðandi forseti Alþingis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert