Ítrasta aðhalds gætt

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg.
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg.

Í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar seg­ir m.a. að gætt verði ítr­asta aðhalds í rekstri rík­is­ins, þókn­an­ir fyr­ir nefnd­ir verði lækkaðar eða lagðar af, höml­ur verði sett­ar á aðkeypta ráðgjafaþjón­ustu og sú stefna mörkuð að eng­in rík­is­laun verði hærri en laun for­sæt­is­ráðherra.

Sett­ar verða sam­ræmd­ar regl­ur allra ráðuneyta um niður­skurð á ferða-, risnu- og bif­reiðakostnaði. Sjálf­stæðum hluta­fé­lög­um í eigu rík­is­ins verða sett­ar skýr­ar regl­ur um launa­stefnu og út­gjalda­stefnu í þess­um anda.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir, að mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé að laga rekst­ur rík­is­ins að gjör­breytt­um efna­hags­leg­um raun­veru­leika. Fyrri ráðstaf­an­ir í átt til markaðs- og einka­væðing­ar op­in­berra verk­efna og þjón­ustu verði end­ur­skoðaðar ef það get­ur leitt til minni kostnaðar.

Þá þurfi að fara yfir kostnað rík­is­sjóðs við ýmsa samn­inga sem gerðir hafa verið, t.d. vegna hús­næðismála rík­is­ins, og þeir end­ur­metn­ir í ljósi aðstæðna. Stefnt verði að því að út­gjöld at­vinnu­lífs og sveit­ar­fé­laga vegna eft­ir­lits og ým­issa reglu­gerðaákvæða verði lækkuð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert