Ráðherraskipti í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

Jón Bjarnason, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi tók áðan við lyklavöldum í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG sem gegnt hefur embættinu frá í febrúar, afhenti Jóni lyklavöldin.

Jón Bjarnason er 66 ára, fæddur í Asparvík í Strandasýslu 26. desember 1943. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1965, búfræðiprófi frá Hvanneyri 1967 og var útskrifaður búfræðikandídat frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi 1970. Jón tók sæti á Alþingi árið 2003 og er núverandi formaður þingflokks VG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert