Ráðuneytum fækkað í 9

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að stefnt sé að því að fækka ráðuneytum úr 12 í 9 á kjörtímabilinu. Er miðað við að stofnuð verði ný atvinnuráðuneyti og efnahagsráðuneyti. Þing kemur saman á föstudag en fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar stjórnar verður á Akureyri á þriðjudag.

Jóhanna sagði á blaðamannafundi í Norræna húsinu, að gert sé ráð fyrir að undirbúningur að efnahagsráðuneyti hefjist strax og nauðsynlegar lagabreytingar verði gerðar á vorþingi.  Gert er m.a. ráð fyrir því, að Seðlabankinn og Hagstofan flytjist undir efnahagsráðuneytið. Gylfi Magnússon verður efnahagsmálaráðherra.

Stefnt er að því að nýtt atvinnuráðuneyti verði til um mitt kjörtímabilið. Þá  er gert ráð fyrir því að lögfest verði sameining samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytis og mannréttinda- og dómsmálaráðuneytis í nýju innanríkisráðuneyti fyrir lok kjörtímabilsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert