Ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar

Ríkisráðsfundur fráfarandi ríkisstjórnar að Bessastöðum.
Ríkisráðsfundur fráfarandi ríkisstjórnar að Bessastöðum. mbl.is/Árni Sæberg

Fráfarandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, kom saman til ríkisráðsfundar á Bessastöðum klukkan fimm. Kona skipar nú sæti ritara ríkisráðs en það er Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.

Eftir því sem næst verður komist hefur þetta aðeins gerst einu sinni áður en Helga Jónsdóttir leysti ritara ríkisráðs af í forföllum fyrir allmörgum árum.

Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra hættir í ríkisstjórn og lætur jafnframt af þingmennsku í bili en hún náði ekki kjöri til Alþingis. Þá lætur Ásta R. Jóhannesdóttir af embætti félags- og tryggingamálaráðherra en hún tekur við embætti forseta Alþingis.

Annar ríkisráðsfundur er boðaður klukkan 18:15 en þá tekur ný ríkisstjórn Samfylkingar og VG við völdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka