Sótti forsetaembættið ekki fast

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson.

„Ég sótti embættið ekki fast, ég hef frekar viljað vera nefndarformaður og vinna í málum. Hins vegar er kynjakvóti hjá okkur og þegar menn stilla upp þá þarf að gæta jafnræðis. Þetta tvennt ræður þessu bara og ég er alls ekki ósáttur við að stíga niður af forsetastóli. Nú er að sjá hvaða önnur verkefni bíða mín,“ segir Guðbjartur Hannesson, fráfarandi forseti Alþingis.

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ekki kosið í nefndir en rætt er um að nefndaformennsku verði víxlað, sá flokkur sem fer með ráðuneyti viðkomandi málaflokks fari ekki með formennsku í hliðstæðri fastanefnd Alþingis.

Þingflokkur Samfylkingar skiptir væntanlega með sér verkum á morgun og skipar í kjölfarið í fastanefndir.

Guðbjartur segir að sér lítist vel á stjórnarsamstarf, stjórnarsáttmálann og það sem lagt var fram í dag.

Hann segist stíga sáttur úr stóli forseta Alþingis.

„Ég var mjög ánægður með þennan tíma. Það var út af fyrir sig mjög spennandi verkefni að vera með minnihlutastjórn og mjög sérstakur tími, sem og allar vinnuleiðir í þinginu. Menn gátu ekki komið málum í gegn með einhverjum stjórnvaldsákvörðunum, það þurfti að semja um öll mál og að því leytinu var þetta mjög spennandi. Mér þótt þetta aldrei erfitt en þetta var ekki alltaf skemmtilegt,“ segir Guðbjartur Hannesson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert