Svandís tekur við embætti umhverfisráðherra

Svandís Svavarsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í kvöld, af Kolbrúnu Halldórsdóttur sem gegnt hefur embættinu síðan 1. febrúar 2009. Kolbrún lætur nú af þingmennsku í bili.

Svandís er 45 ára, fædd 24. ágúst 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1983, lauk BA í almennum málvísindum og íslensku frá Háskóla Íslands 1989 og MA-námi í íslenskri málfræði 1989-1993. Svandís hefur ekki áður átt sæti á Alþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert