Fréttaskýring: Mikil þrautaganga framundan

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

Eitt af meg­in­verk­efn­um nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í efna­hags­mál­um er að ná aft­ur jafn­vægi í rekstri rík­is­sjóðs, að því er seg­ir í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­flokk­anna.

Óhætt er að segja að þetta muni reyn­ast krefj­andi verk­efni, svo ekki sé tekið dýpra í ár­inni. Gert er ráð fyr­ir 150 millj­arða króna halla á rekstri rík­is­sjóðs í ár og al­var­leg skuld­astaða hins op­in­bera þýðir að vaxta­gjöld marg­fald­ast á milli ára.

Í nýj­ustu út­gáfu Pen­inga­mála Seðlabank­ans seg­ir að nauðsyn­legt sé til að grípa til aðgerða til að draga úr halla­rekstri rík­is­sjóðs. Op­in­ber fjár­mál megi ekki við frek­ari skulda­söfn­un. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra hef­ur einnig tekið í sama streng og sagt að nauðsyn­legt sé að jafna stöðu rík­is­sjóðs svo vext­ir upp­safnaðra skulda beri ríkið ekki of­urliði.

Mark­miðið er, sam­kvæmt yf­ir­lýs­ing­unni, tvíþætt. Ann­ars veg­ar er stefnt að því að jafn­vægi verði komið á rekst­ur rík­is­sjóðs fyr­ir árið 2013. Hins veg­ar að frum­gjöld rík­is­sjóðs, þ.e. út­gjöld án vaxta­gjalda, verði ekki hærra hlut­fall af lands­fram­leiðslu en verið hef­ur á und­an­förn­um árum.

Veru­leg­ur niður­skurður

Á ár­un­um 2006-2008 nam þetta hlut­fall um 28-29%. Miðað við að gert sé ráð fyr­ir 11% sam­drætti lands­fram­leiðslu í ár þyrftu frumút­gjöld rík­is­sjóðs að drag­ast sam­an um 13%, eða 56,6 millj­arða, á ár­inu til að þetta mark­mið næðist. Sam­kvæmt fjár­lög­um er hins veg­ar gert ráð fyr­ir því að frumút­gjöld­in auk­ist um 7,8% eða 34 millj­arða króna. Verða þau því um 38,4% af vergri lands­fram­leiðslu í ár.

Miðað við þenn­an mun á áætluðum út­gjöld­um rík­is­ins á þessu ári og mark­miðið um óbreytt hlut­fall frumút­gjalda má því ljóst vera að veru­lega þarf að skera niður í út­gjöld­um á ár­un­um 2010-2013. Rím­ar það við spá Seðlabank­ans, sem ger­ir ráð fyr­ir því að af­koma rík­is­sjóðs verði bætt um 45 millj­arða árið 2010, aðra 40 millj­arða árið 2011 og um tæpa 10 millj­arða árið 2012.

Ljóst má vera að til að brúa þá 150 millj­arða króna gjá, sem í ár er milli tekna og gjalda rík­is­sjóðs, þarf að auka tekj­ur og draga úr gjöld­um.

Svipuð skatt­byrði

Þá má lesa úr henni að reynt verði að draga úr út­gjöld­um frek­ar með hagræðingu og aðhaldi en bein­um flöt­um niður­skurði. Ekki er t.d. gert ráð fyr­ir upp­sögn­um op­in­berra starfs­manna. Gert er ráð fyr­ir því að áætl­un í rík­is­fjár­mál­um verði lögð fyr­ir Alþingi inn­an 100 daga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka