Fyrsta ríkisstjórnarfundinum lýkur senn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sest við …
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sest við upphaf fundar í morgun. Gylfi Magnússon og Össur Skarphéðinsson ganga til sætis. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur lýkur senn á Akureyri. Hann hófst kl. 12 í bæjarstjórnarsal Ráðhússins og forsvarsmenn stjórnarinnar hafa boðað til blaðamannafundar í Háskólanum á Akureyri kl. 14.30.

Segja má að stjórnin hefji störf með vindinn í fangið og það var táknrænt að hressilega blés á Akureyri í morgun. Engum varð þó kalt enda hiti um 15 stig.

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri ávarpaði ríkisstjórn og aðra viðstadda við upphaf fundar, bauð ráðherrana velkomna norður og óskaði stjórninni velfarnaðar í störfum.

Árni Páll Árnason og Jón Bjarnason sitja báðir fyrsta ríkisstjórnarfundinn …
Árni Páll Árnason og Jón Bjarnason sitja báðir fyrsta ríkisstjórnarfundinn í dag. Til vinstri er Gylfi Magnússon sem einnig sat í síðustu stjórn. mbl.is/Skapti
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á fyrsta ríkisstjórnarfundinum í morgun.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á fyrsta ríkisstjórnarfundinum í morgun. mbl.is/Skapti
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri ávarpaði ráðherra í ríkisstjórninni fyrir fundinn …
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri ávarpaði ráðherra í ríkisstjórninni fyrir fundinn í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Akureyri í morgun. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert