Yfirlýsing ómarktæk á fyrsta degi

Ásta Möller.
Ásta Möller.

Ásta Möller, fyrrverandi alþingismaður, segir á bloggsíðu sinni í dag að finna megi eitt og annað bitastætt í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna frá því á sunnudag, t.d. um verndun umhverfis og samdrátt í ferðalögum. Þessir þættir yfirlýsingarinnar hafi þó reynst ómarktækir strax á fyrsta degi þegar forsætisráðherrann tilkynnti að fyrsti ríkisstjórnarfundurinn yrði haldinn á Akureyri.

„Ríkisstjórnin ákvað sem sagt að eyða ómældu magni af ósjálfbærum orkugjöfum (lesist: bensín og olía) með tilheyrandi útblæstri til að koma 12 manna ríkisstjórn ásamt fylgdarliði til og frá Akureyri, sem þar að auki þurfti að skipta niður á þrjár flugvélar til að virða öryggisreglur. Að ónefndum ferðakostnaði og dagpeningum sem falla á ríkissjóð. Svo mikið fyrir umhverfismál og sparnað í ríkisrekstri," segir Ásta m.a. 

Bloggvefur Ástu Möller

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert