Þeir sitja sem fastast

Framsóknarþingmennirnir Birkir Jón, Siv, Sigmundur Davíð og Eygló í Framsóknarherberginu
Framsóknarþingmennirnir Birkir Jón, Siv, Sigmundur Davíð og Eygló í Framsóknarherberginu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fram­sókn­ar­menn þrá­ast við að yf­ir­gefa flokks­her­bergi sitt í Alþing­is­hús­inu, eða „græna her­bergið“ svo­kallaða, þrátt fyr­ir þá ákvörðun for­seta Alþing­is að þeir eft­ir­láti Vinstri græn­um her­bergið með þeim rök­um að þing­flokk­ur þeirra sé nú orðinn stærri eft­ir gott gengi í kosn­ing­un­um.

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, vildi ekki staðfesta að málið væri í þess­um far­vegi þegar eft­ir því var leitað. Sagði Ásta að reynt yrði að leysa málið, sem tekið yrði upp eft­ir helg­ina, í bróðerni.

Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG, lýs­ir af­stöðu Fram­sókn­ar svo:

„Ég veit að þeir hafa ekki viljað fara út úr þessu her­bergi af því að þeir hafa svo mik­il til­finn­inga­tengsl við það. Það er okk­ur al­gjör­lega óviðkom­andi. Þetta er ekki deila á milli okk­ar og Fram­sókn­ar. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur.

Við höf­um ekki gert kröfu um að fá þetta fram­sókn­ar­her­bergi. Við höf­um aðeins gert kröfu um að fá þing­flokks­her­bergi sem er nægj­an­lega stórt fyr­ir VG. Her­bergið sem við erum í rúm­ar ekki all­an þing­flokk VG svo að það er yf­ir­stjórn­ar þings­ins að finna út úr því. Það er ekki þannig að þing­flokk­ar eigi her­bergi. Við þurf­um að fá þing­flokks­her­bergi í þing­hús­inu. Það seg­ir sig sjálft. Her­bergi sem hef­ur 11 sæti rúm­ar ekki 14 manna þing­flokk VG.“


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert