Þeir sitja sem fastast

Framsóknarþingmennirnir Birkir Jón, Siv, Sigmundur Davíð og Eygló í Framsóknarherberginu
Framsóknarþingmennirnir Birkir Jón, Siv, Sigmundur Davíð og Eygló í Framsóknarherberginu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Framsóknarmenn þráast við að yfirgefa flokksherbergi sitt í Alþingishúsinu, eða „græna herbergið“ svokallaða, þrátt fyrir þá ákvörðun forseta Alþingis að þeir eftirláti Vinstri grænum herbergið með þeim rökum að þingflokkur þeirra sé nú orðinn stærri eftir gott gengi í kosningunum.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vildi ekki staðfesta að málið væri í þessum farvegi þegar eftir því var leitað. Sagði Ásta að reynt yrði að leysa málið, sem tekið yrði upp eftir helgina, í bróðerni.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, lýsir afstöðu Framsóknar svo:

„Ég veit að þeir hafa ekki viljað fara út úr þessu herbergi af því að þeir hafa svo mikil tilfinningatengsl við það. Það er okkur algjörlega óviðkomandi. Þetta er ekki deila á milli okkar og Framsóknar. Það er mikill misskilningur.

Við höfum ekki gert kröfu um að fá þetta framsóknarherbergi. Við höfum aðeins gert kröfu um að fá þingflokksherbergi sem er nægjanlega stórt fyrir VG. Herbergið sem við erum í rúmar ekki allan þingflokk VG svo að það er yfirstjórnar þingsins að finna út úr því. Það er ekki þannig að þingflokkar eigi herbergi. Við þurfum að fá þingflokksherbergi í þinghúsinu. Það segir sig sjálft. Herbergi sem hefur 11 sæti rúmar ekki 14 manna þingflokk VG.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert