Aðstoðarmannakerfið afnumið

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mbl.is/Kristinn

 Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í morgun tillögu forseta Alþingis, Ástu R. Jóhannesdóttur, um að svokallað „aðstoðarmannakerfi“ fyrir landsbyggðarþingmenn verði lagt niður, a.m.k. tímabundið, af fjárhagsástæðum.

Jafnframt var samþykkt að „aðstoðarmannakerfið“ verði endurmetið með hliðsjón af reynslunni sem fengist hefur af því.

Samningar við aðstoðarmenn frá síðasta kjörtímabili féllu niður samkvæmt ákvæðum þeirra við þingrof og kosningar, að því er segir í tilkynningu.
 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert