Fylgi stjórnarflokkanna minnkar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi. Heiðar Kristjánsson

Ríkisstjórnin tapar miklu fylgi og nýtur nú stuðnings tæplega helmings landsmanna, samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki mælst jafn mikið í sex ár, að því er fram kom í fréttum RÚV.

Vinsældir beggja ríkisstjórnarflokkanna dvína samkvæmt könnuninni sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Samfylkingin sem hefur síðustu mánuði notið stuðnings um 30% landsmanna, fengi 25% atkvæða ef kosið yrði nú. Vinstri græn mælast með 18 %, fengu 22% í kosningunum.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 4% frá kosningum og mælist með 28%. 17% segjast mundu kjósa Framsóknarflokkinn nú. Flokkurinn hefur ekki mælst svo hár í Gallupkönnun síðan í ágúst 2003. Eins og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir bætir Borgarahreyfingin við sig, fengi nú 9% en fékk 7% í kosningunum.

Gallup lagði spurningar fyrir sjö þúsund og þrjúhundruð manns 28. maí til 29. júní. 60% aðspurðra svöruðu könnuninni og vikmörkin eru 0,2 til 1,5 prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka