Þórey Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin til Sjálfstæðisflokksins sem kosningastjóri fyrir borgarstjórnarkosningar 2010. Þórey mun síðar taka við starfi framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks af Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur sem fer í fæðingarorlof.
Þórey er með BS gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur síðastliðið ár starfað sem framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Hún er einn af stofnendum V-dagssamtakanna og situr í stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Þórey situr einnig í leikskólaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.
Hún er í sambúð með Ríkharði Daðasyni og eiga þau tvö börn.