Vinstri græn í Reykjavík munu standa fyrir forvali þann 6. febrúar 2010 vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Á félagsfundi í gærkvöldi var ákveðið að kjörstjórn skipi þau Ármann Jakobsson, Helga Björg Ragnarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Sigríður Kristinsdóttir og Stefán Pálsson.
Framboðsfrestur er til 16. janúar 2010. Þeir sem gefa kost á sér skulu tilkynna það skriflega til kjörstjórnar. Þeir sem vilja stinga upp á frambjóðanda geri það einnig skriflega til kjörstjórnar fjórum vikum fyrir forval, 9. janúar 2010 og mun kjörstjórn þá leita eftir samþykki þeirra sem bent hefur verið á. Nóg er að senda tilkynningu á netfang kjörstjórnar sem staðfestir móttöku framboðsins
Kosningarétt í forvalinu hafa allir félagsmenn sem hafa kosningarétt til sveitastjórna í Reykjavík og skráðir eru í Vinstrihreyfinguna – grænt framboð 10 dögum fyrir forval eða 27. janúar 2010. Auk þess hafa ungliðar með lögheimili á svæðinu kosningarétt í forvali þó þeir hafi ekki náð kosningaaldri.