Geir Sveinsson í framboð

Geir Sveinsson.
Geir Sveinsson.

Geir Sveins­son hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sætið í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins 23. janú­ar yrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í Reykja­vík

Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir Geir að hann hafi á síðustu vik­um fengið fjölda áskor­anna frá sjálf­stæðismönn­um um að fara í fram­boð fyr­ir flokk­inn og jafn­framt fundið fyr­ir mikl­um stuðningi meðal Reyk­vík­inga, eft­ir að frétt­ir voru flutt­ar af hugs­an­legu fram­boði mínu.

Geir Sveins­son er 45 ára gam­all. Hann er með MBA gráðu frá Há­skóla Íslands. Geir var í mörg ár  at­vinnumaður í hand­bolta og fyr­irliði ís­lenska landsliðsins. 

Geir var  fram­kvæmda­stjóri Íþrótta­aka­demí­unn­ar  frá 2004 til 2007 og hef­ur síðan verið sjálf­stæður at­vinnu­rek­andi frá 2007 til dags­ins í dag.

Geir er í sam­búð með Jó­hönnu Vil­hjálms­dótt­ur dag­skrár­gerðakonu og sam­an eiga þau  5 börn, Arn­ar Svein 18 ára, Önnu Björk 16 ára, Ragn­heiði Katrínu 7 ára, Vil­hjálm Geir 2 ára og Svein 1. árs.






mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert