Geir Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 23. janúar yrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Í yfirlýsingu segir Geir að hann hafi á síðustu vikum fengið fjölda áskoranna frá sjálfstæðismönnum um að fara í framboð fyrir flokkinn og jafnframt fundið fyrir miklum stuðningi meðal Reykvíkinga, eftir að fréttir voru fluttar af hugsanlegu framboði mínu.
Geir Sveinsson er 45 ára gamall. Hann er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Geir var í mörg ár atvinnumaður í handbolta og fyrirliði íslenska landsliðsins.
Geir var framkvæmdastjóri Íþróttaakademíunnar frá 2004 til 2007 og hefur síðan verið sjálfstæður atvinnurekandi frá 2007 til dagsins í dag.
Geir er í sambúð með Jóhönnu Vilhjálmsdóttur dagskrárgerðakonu og saman eiga þau 5 börn, Arnar Svein 18 ára, Önnu Björk 16 ára, Ragnheiði Katrínu 7 ára, Vilhjálm Geir 2 ára og Svein 1. árs.