Sækist eftir 6. sæti

Emil Örn Kristjánsson.
Emil Örn Kristjánsson.

Emil Örn Kristjánsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, en hann sækist eftir 6. sæti.

Fram kemur í tilkynningu að Emil Örn sé Grafarvogsbúi og hafi á undanförnum árum verið áberandi í félagsmálum í Grafarvogshverfi.

Hann er varaformaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi og hefur einnig verið varaformaður Íbúasamtaka Grafarvogs um árabil. Þá hefur hann m.a. setið í Hverfisráði Grafarvogs og verið varaformaður þess, verið í stjórn Foreldrafélags Rimaskóla, setið í Foreldraráði Rimaskóla, í stjórn Foreldrafélags Skólahljómsveitar Grafarvogs og situr nú í skólanefnd Borgarholtsskóla.

Emil Örn er kvæntur Guðrúnu Erlu Guðjónsdóttur og eiga þau 5 börn og 4 barnabörn. Hann er grunnskólakennari og leiðsögumaður að mennt og hefur lengst af unnið við ferðaþjónustu.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert