Marta stefnir á 3. sætið

Marta Guðjónsdóttir.
Marta Guðjónsdóttir.

Marta Guðjóns­dótt­ir, formaður Varðar full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík og vara­borg­ar­full­trúi, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sætið í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Marta hef­ur verið vara­borg­ar­full­trúi frá 2006 og gegnt trúnaðar­störf­um fyr­ir Reykja­vík­ur­borg frá 2002. Hún er formaður
mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur og hverf­is­ráðs Kjal­ar­ness og sit­ur  í menntaráði Reykja­vík­ur. 

Marta er gift Kjart­ani Gunn­ari Kjart­ans­syni, blaðamanni og eiga þau tvö börn.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert