Rósa gefur kost á sér í 1. sætið

Rósa Guðbjartsdóttir
Rósa Guðbjartsdóttir

Rósa Guðbjarts­dótt­ir bæj­ar­full­trúi, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Hafnar­f­irði í próf­kjöri 30. janú­ar n.k.
Rósa hef­ur verið bæj­ar­full­trúi frá ár­inu 2006 og á sæti í bæj­ar­ráði Hafn­ar­fjarðar.

Hún var í þrjú ár í fræðsluráði bæj­ar­ins en sit­ur nú í Skipu­lags- og bygg­ing­ar­ráði. Rósa er formaður Styrkt­ar­fé­lags krabba­meins­sjúkra barna og er í fagráði Vel­ferðarsjóðs barna, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Hún er með B.A. próf í stjórn­mála­fræði frá HÍ. Rósa er 44 ára, gift Jónasi Sig­ur­geirs­syni sagn­fræðingi og eiga þau fjög­ur börn á aldr­in­um 5-14 ára.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert