Jón Ingi Cæsarsson, dreifingarstjóri og varabæjarfulltrúi, gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri 30. janúar n.k. Jón Ingi hefur starfað að bæjarmálum á Akureyri í meira en tvo áratugi.
Jón Ingi segir í framboðskynningu: „Á þeim tíma hefur ég unnið að ýmsum málaflokkum og aflað mér reynslu og þekkingar sem nýtist mér til að vinna hagsmunum Akureyrar og Akureyringa gagn á komandi kjörtímabili.
Hef verið formaður Samfylkingarinnar á Akureyri frá stofnun þess félags árið 2001, jafnframt því að sitja í flokksstjórn Samfylkingarinnar frá þeim tíma.“