Vill leiða sjálfstæðismenn í Hafnarfirði

Valdimar Svavarson.
Valdimar Svavarson.

Valdimar Svavarson hagfræðingur býður sig fram til að leiða framboðslista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 29. maí nk. Prófkjör flokksins fer fram 30. janúar næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu.

Valdimar er framkvæmdastjóri Quantum Consulting sem vinnur í samstarfi við innlenda og erlenda aðila við að greina og finna fjárfestingatækifæri auk ráðgjafarstarfa.

Valdimar hefur setið í stjórnum fyrirtækja eins og SORPU bs., Efnamóttökunni ehf og á nú sæti í stjórn nýstofnaðs rekstrarfélags Virðingar hf.  Auk þessa hefur hann setið í íþróttaráði Hafnarfjarðar og er nú varamaður í skipulags- og byggingaráði.

Valdimar var formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna og Landsmálafélagins Fram í Hafnarfirði, varaformaður SUS og formaður kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi. Þá hefur  hann setið í stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélagana í Hafnarfirði og kjördæmisráði flokksins auk þess að hafa gegnt formennsku í blaðstjórn Hamars, málgagns Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Valdimar og sambýliskona hans, Nanna Renee Husted viðskiptafræðinemi, eiga tvö börn 7 ára stúlku og 5 ára son.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert