Nýr meirihluti í Borgarbyggð

Borgarnes.
Borgarnes. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkomulag hefur tekist með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í Borgarbyggð um myndun nýs meirihluta sem starfar fram að sveitarstjórnarkosningum í vor.

Upp úr samstarfi allra flokka í sveitarfélaginu slitnaði daginn fyrir gamlársdag vegna áhersluatriða við gerð fjárhagsáætlunar. Einkum var það fyrirhuguð fækkun grunnskóla sem samstaða varð ekki um þegar á hólminn var komið.

Fram kemur á fréttavef Skessuhorns, að í byrjun ársins hafi flokkarnir átt óformlegar viðræður sem hafi síðan leitt til þess að þeir mynduðu meirihluta en Borgarlisti situr einn í minnihluta í fyrsta skipti á kjörtímabilinu. Björn Bjarki Þorsteinsson verður forseti sveitarstjórnar, Sveinbjörn Eyjólfsson formaður byggðaráðs og Páll S Brynjarsson verður áfram sveitarstjóri. Saman eiga þessi flokkar 6 af 9 sveitarstjórnarfulltrúum.

Samstarfið hefur verið staðfest á fundum í báðum flokksfélögum og gert ráð fyrir að síðdegis í dag verði skrifað undir meirihlutasamstarfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert