Ármann Kr. Ólafsson býður sig fram í 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í prófkjöri sem haldið verður 20. febrúar nk. Ármann hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs undanfarin þrjú kjörtímabil og á þeim tíma gegnt formennsku í skipulagsnefnd, skólanefnd og nú í félagsmálaráði. Þá situr hann í bæjarráði og gegnir embætti forseta bæjarstjórnar. „Auk starfa fyrir Kópavog hef ég verið þingmaður kjördæmisins og unnið sem aðstoðarmaður ráðherra í þremur fagráðuneytum." samkvæmt tilkynningu.
„Ég bý yfir góðri reynslu úr atvinnulífinu og stofnaði m.a. auglýsingastofuna ENNEMM og var framkvæmdastjóri hennar fyrstu árin. Þá vann ég á síðasta ári að endurreisn fiskeldisstöðvar á Tálknafirði og er sú stöð nú í fullum rekstri."