Dofri Hermannsson hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Dofri óskar stuðnings í 2.–3. sæti í kjörinu, sem fram fer 26.–30. janúar.
Dofri Hermannsson er fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur og starfar í menningar- og ferðamálaráði, umhverfis- og samgönguráði, í stjórn útivistarsvæða Orkuveitunnar og í hverfisráði Grafarvogs. Hann er menntaður leikari, hefur stundað meistaranám í umhverfishagfræði og frumkvöðlafræðum, samkvæmt tilkynningu.