Sverja af sér fund Ólafs

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon.

Frjálslyndi flokkurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að fundur, sem Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, hefur auglýst á vegum borgarmálafélags F-listans í Reykjavík, sé ekki boðaður af Frjálslynda flokknum og ekki heldur af borgarmálafélagi Frjálslynda flokksins.

„Fundurinn virðist vera boðaður af einkahlutafélagi skrásett á heimili Ólafs F. Magnússonar að Vogalandi 5. sem hann stofnaði í óþökk Frjálslynda flokksins og skírði „Borgarmálafélag F-lista.“  Frjálslyndi flokkurinn minnir á að Ólafur F. Magnússon hefur sagt sig úr Frjálslynda flokknum og er að best er vitað utan flokka sem borgarfulltrúi," segir í tilkynningu flokksins.

Þar segir einnig, að félag sem tengi sig við listabókstafinn F geti ekki verið stofnað af fólki utan Frjálslynda flokksins. Framboðslisti verði ekki borinn fram undir listabókstafnum F nema af Frjálslynda flokknum og með samþykki hans. „Af fenginni reynslu eru engar líkur til þess að Frjálslyndi flokkurinn tengist í framtíðinni framboðsmálum Ólafs F. Magnússonar," segir síðan í tilkynningu Frjálslynda flokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert