Erling stefnir á fyrsta sætið

Erling Ásgeirsson
Erling Ásgeirsson

Erling Ásgeirsson  framkvæmdastjóri og formaður bæjarráðs Garðabæjar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum í Garðabæ en prófkjör um val á frambjóðendum flokksins fer væntanlega fram 6. febrúar n.k.
 
Erling Ásgeirsson er fæddur árið 1945. Hann var varabæjarfulltrúi á árunum 1986–1990. Erling var kjörinn aðalfulltrúi í bæjarstjórn árið 1990 og hefur átt þar sæti síðan. Hann skipaði efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningunum.
 
Erling hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Garðabæ. Hann hefur m.a. verið formaður íþrótta- og tómstundaráðs og skólanefndar bæjarins, samkvæmt tilkynningu.
Erling er kvæntur Erlu Þorláksdóttur og eiga þau þrjú börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert