Framboði vegna forvals innan félagsmanna í Samfylkingarfélagi Grindavíkurlistans skal skilað skriflega til kjörstjórnar 25. janúar. Allir félagsmenn í Samfylkingarfélagi Grindavíkurlistans sem skráðir eru á miðnætti 2. febrúar 2010 í félagið geta tekið þátt í að velja frambjóðendur.
Í fréttatilkynningu kemur fram að mánudaginn 8. febrúar kl:19:30 verður haldin fundur í Verkalýðshúsinu þar sem hver frambjóðandi fær 7 mínútur til að kynna sig og sín málefni. Dregið verður um röð fyrir fundinn.
Að fundi loknum hefst kosning félagsmanna. Kosningin er bindandi fyrir 4 efstu sætin að því leyti að um verður að ræða fléttulista, að því er segir í fréttatilkynningu.