Hanna Birna fékk 84% atkvæða í 1. sæti

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri varð í fyrsta sæti í prófkjörinu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri varð í fyrsta sæti í prófkjörinu. mbl.is Golli

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir borg­ar­stjóri hlaut 84% gildra at­kvæða í fyrsta sæti í próf­kjöri sjálf­stæðismanna í Reykja­vík og 91,7% alls. Júlí­us Víf­ill Ingvars­son varð í öðru sæti. Á kjör­skrá voru 19.715 manns. At­kvæði greiddu 7.173.

Gild at­kvæði voru 6.847. Ógild at­kvæði og auð voru 317. Auð at­kvæði voru 9. Þeir fimm sem kepptu um annað sætið raða sér í næstu fimm sæt­in á eft­ir odd­vit­an­um.  Alls buðu 18 sig fram í próf­kjör­inu og ár­ang­ur kvenna var góður en þær skipa sex af tíu efstu sæt­um list­ans.  Geir Sveins­son og Hild­ur Sverr­is­dótt­ir verða ný á lista.

Niðurstaða próf­kjörs­ins var þessi:

1.   Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir með 5.746 at­kvæði í 1. sæti.        
2.   Júlí­us Víf­ill Ingvars­son með 1.816 at­kvæði í 1.-2. sæti.
3.   Kjart­an Magnús­son með 2.092 at­kvæði í 1.-3. sæti.
4.   Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir með 2.519 at­kvæði í 1.-4. sæti.
5.   Gísli Marteinn Bald­urs­son með 2.725 at­kvæði í 1.-5. sæti.
6.   Geir Sveins­son með 3.049 at­kvæði í 1.-6. sæti.
7.   Áslaug María Friðriks­dótt­ir með 3.353 at­kvæði í 1.-7. sæti.
8.   Jór­unn Frí­manns­dótt­ir með 3.749 at­kvæði í 1.-8. sæti.
9.   Hild­ur Sverr­is­dótt­ir með 3.892 at­kvæði í 1.-9. sæti.
10. Marta Guðjóns­dótt­ir með 3.503 at­kvæði í 1.-9. sæti.

Aðrir hlutu færri at­kvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert