Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hlaut 84% gildra atkvæða í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík og 91,7% alls. Júlíus Vífill Ingvarsson varð í öðru sæti. Á kjörskrá voru 19.715 manns. Atkvæði greiddu 7.173.
Gild atkvæði voru 6.847. Ógild atkvæði og auð voru 317. Auð atkvæði voru 9. Þeir fimm sem kepptu um annað sætið raða sér í næstu fimm sætin á eftir oddvitanum. Alls buðu 18 sig fram í prófkjörinu og árangur kvenna var góður en þær skipa sex af tíu efstu sætum listans. Geir Sveinsson og Hildur Sverrisdóttir verða ný á lista.
Niðurstaða prófkjörsins var þessi:
1. Hanna Birna Kristjánsdóttir með 5.746 atkvæði í 1. sæti.
2. Júlíus Vífill Ingvarsson með 1.816 atkvæði í 1.-2. sæti.
3. Kjartan Magnússon með 2.092 atkvæði í 1.-3. sæti.
4. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir með 2.519 atkvæði í 1.-4. sæti.
5. Gísli Marteinn Baldursson með 2.725 atkvæði í 1.-5. sæti.
6. Geir Sveinsson með 3.049 atkvæði í 1.-6. sæti.
7. Áslaug María Friðriksdóttir með 3.353 atkvæði í 1.-7. sæti.
8. Jórunn Frímannsdóttir með 3.749 atkvæði í 1.-8. sæti.
9. Hildur Sverrisdóttir með 3.892 atkvæði í 1.-9. sæti.
10. Marta Guðjónsdóttir með 3.503 atkvæði í 1.-9. sæti.
Aðrir hlutu færri atkvæði.