Ólafur Áki hættir í vor

Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss

Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, ætlar ekki að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí og mun ekki gefa kost á sér í starf bæjarstjóra áfram. Ólafur Áki hefur verið bæjarstjóri Ölfuss í átta ár og leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu fyrir fjórum árum. Hann segir mál til komið að hleypa nýju fólki að.

„Ég hef tilkynnt mínu fólki að ég bjóði mig ekki fram í vor og ég gefi ekki kost á mér í starf bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Ölfusi. Ég hef verið átta ár bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi og  leiddi  lista sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum.  Listinn fékk hreinan meirihluta. Áður en ég tók við starfi bæjarstjóra í Ölfusi  var ég sveitarstjóri  á Djúpavogi  frá 1986-2002," að því er segir í tilkynningu frá Ólafi Áka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert