Átta atkvæði milli Bjarna og Dofra

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík . Með honum …
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík . Með honum er Eggert sonur hans á fyrsta ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dag­ur B. Eggerts­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­ar­stjórn, hafnaði í fyrsta sæti í próf­kjöri flokks­ins í Reykja­vík. Odd­ný Sturlu­dótt­ir er í öðru sæti list­ans og Björk Vil­helms­dótt­ir hafnaði í þriðja sæti í próf­kjör­inu. Þau eru öll sitj­andi borg­ar­full­trú­ar fyr­ir Sam­fylk­ing­una.

Kosn­ingaþátt­taka var 34% þ.e. 2656 af þeim 7874 sem voru á kjör­skrá greiddu at­kvæði.

Lokaröð efstu manna:

1. Dag­ur B. Eggerts­son með 2208 at­kvæði í fyrsta sæti.
2. Odd­ný Sturlu­dótt­ir með 959 at­kvæði í fyrsta til annað sæti.
3. Björk Vil­helms­dótt­ir með 1051 at­kvæði í fyrsta til þriðja sæti.
4. Hjálm­ar Sveins­son með  1037 at­kvæði í fyrsta til fjórða sæti..
5. Bjarni Karls­son með 1238 at­kvæði í fyrsta til sjötta sæti.
6. Dof­ri Her­manns­son með 1448 at­kvæði í fyrsta til fimmta sæti
7. Sigrún Elsa Smára­dótt­ir með 1569­at­kvæði í fyrsta til sjö­unda sæti.
8. Mar­grét K. Sverr­is­dótt­ir með 1477 at­kvæði í fyrsta til átt­unda sæti.

Dof­ra vantaði 8 at­kvæði í viðbót til þess að ná 5. sæt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert