Prófkjör hjá Samfylkingunni

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkinarinnar í Reykjavík og varaformaður flokksins, …
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkinarinnar í Reykjavík og varaformaður flokksins, mætti snemma á kjörstað í Þróttarheimilinu. Með honum var Eggert sonur hans á fyrsta ári. Ómar Óskarsson

Nú um hádegið höfðu ríflega 1.500 kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer í Þróttarheimilinu.  Páll Halldórsson, formaður kjörstjórnar, sagði að það væru um 20% þeirra sem eru á kjörskrá.  Kjörfundur í Reykjavík hófst kl. 10 í morgun og verður kjörstað lokað kl. 18.

Páll sagði viðbúið að kjörsókn verði róleg fram eftir degi, að minnsta kosti fram yfir leik Íslendinga og Frakka sem hefst kl. 13.00. 

Prófkjör Samfylkingarinnar fer fram í sex sveitarfélögum í dag. Það er í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Kjörfundur hófst á Akureyri kl. 9 í morgun, kl. 10 í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ og kl. 11.00 á Seltjarnarnesi. Kosning á forvalsfundi í Kópavogi hefst kl. 12.30. 

Heimasíða Samfylkingarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert